Teymið

Stjórnendur Zephyr Iceland hafa sameiginlega margra áratuga reynslu af undirbúningi, þróun, fjármögnun, uppbyggingu og rekstri vindmyllugarða, við krefjandi veðurfarslegar aðstæður. Fyrirtækið er í eigu norska Zephyr, auk þess sem íslenska Hreyfiafl er hluthafi. Norska Zephyr er í eigu þriggja norskra vatnsaflsfyrirtækja; öll í eigu norskra sveitarfélaga og fylkja.

Ketill Sigurjónsson

framkvæmdastjóri

Ketill er framkvæmdastjóri Zephyr á Íslandi. Hann stýrir daglegum rekstri fyrirtækisins og situr í stjórn Zephyr Iceland ehf. Ketill er með MBA frá CBS í Kaupmannahöfn og er lögfr. frá Háskóla Íslands.

Julien Bouget

TÆKNILEGUR SÉRFRÆÐINGUR

Julien er verkfræðingur frá háskólunum ESPCI og ISIGE í París. Hann hefur unnið að staðarvali og uppsetningu vindmyllugarða í Noregi, Frakklandi, Bandaríkjunum og fjölmörgum öðrum löndum.

Olav Rommetveit

Formaður stjórnar

Olav er forstjóri Zephyr í Noregi og hefur leitt farsæla uppbyggingu fyrirtækisins þar í landi. Hann er verkfræðingur frá NTNU í Þrándheimi og starfaði áður m.a. hjá General Electric og Kvaerner Hydro í Kína.

Morten de la Forest

Stjórnarmaður

Morten er menntaður í hagfræði og viðskiptafræði frá Norwegian Business School og Norska viðskiptaháskólanum (NHH). Hann starfaði áður hjá Statkraft um árabil, m.a. að viðskiptaþróun og áreiðanleikakönnunum.

Viltu hafa samband?

Starfsstöð okkar er við sögufrægan Skólavörðustíginn:

Zephyr Iceland.
Skólavörðustígur 12, 3. hæð.
101 Reykjavík.

Einfaldast er að hringja:

Ketill Sigurjónsson,
framkvæmdastjóri,
gsm 863 8333.

Want to send a message?